Hlutabréfaverð á samskipamiðlinum vinsæla Twitter hafa fallið um 4,82% á erlendum mörkuðum í dag eftir að síðan lá niðri í morgun. Hver hlutur kostar þá 17,07 Bandaríkjadali.

Eins og fyrr segir lá síðan niður um stund í morgun, vegna óútskýrðra tæknilegra galla. Vissulega er alltaf slæmt þegar þjónusta liggur niðri fyrir einhverjar ástæður, en þegar þjónustan snýst í eðli sínu um að veita notendum sínum upplýsingar í rauntíma er málið örlítið alvarlegra.

Fyrirtækið mun kynna afkomu sína fyrir liðinn fjórðung snemma í febrúar næstkomandi. Twitter-notendur sjálfir hafa gantast með verðhrunið - einn notandi sem lítur lækkunina jákvæðum augum tísti þessu í dag:

What sound does a Twitter Bird make? “CHEEP CHEEP!!" $TWTR

— Sean McLaughlin (@chicagosean) January 19, 2016