Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í febrúarmánuði námu 31,9 milljörðum eða 1,6 milljörðum á dag. Það er 28% hækkun frá fyrri mánuði, en í janúar námu viðskipti með hlutabréf 1,25 milljörðum á dag. Þetta er 58% hækkun á milli ára, en viðskipti í febrúar námu einum milljarði á dag.

Mest voru viðskipti með hlutabréf Icelandair Group, eða fyrir 14.605 milljónir, Haga fyrir 7.219 milljónir, Marel 2.490 milljónir og Reginn 1.325 milljónir.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 5,8% milli mánaða og stendur nú í 1.208 stigum.