Samsetningu hlutabréfavísitölu GAMMA verður breytt frá og með 1. janúar 2016. Þá verður gengi hlutabréfa Símans bætt við hana.

Eftir breytinguna inniheldur vísitalan því 14 fyrirtæki: Eik, Eimskip, Haga, Icelandair, Marel, Reginn, Símann, TM, VÍS, Vodafone, N1, Reiti, Sjóvá og Granda.

Áætluð aukning í markaðsvirði vísitölunnar eftir breytinguna er um 32 milljarðar íslenskra króna.

Gjaldgeng fyrirtæki til vísitölunnar teljast þau sem eru með a.m.k. 10% frjálst flot, gefa út hlutabréf sín í krónum og eru skráð á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland.

Næsta endurstilling á sér stað mánaðamótin mars-apríl 2016.