Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,9% í nóvember og nam meðaldagsvelta 2,1 milljarði króna.

Markaðsverðmæti vísitölunnar lækkaði um 6 ma. í mánuðinum og er nemur nú 684 milljörðum króna.

Marel var eina bréfið í vísitölunni sem hækkaði í mánuðinum, en gengi bréfa félagsins hækkaði um 11,2%.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair um 7,4%, og Eimskips um 6,9%.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 3,9% í nóvember og nam meðaldagsvelta 9,6 milljörðum króna. Verðtryggða vísitalan lækkaði um 4,4% á meðan sú óverðtryggða lækkaði um 3,0%.

Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni lækkaði um 58 milljarða og er nú 1.494 milljarðar króna.