Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa hækkað það sem af er morgni. Hlutabréfavísitalan breska, FTSE hefur hækkað um 0,68%, þýska vísitalan DAX hefur hækkað um 1,46%, franska vísitalan CAC 40 um 0,96%, Stoxx Europe 600 hefur hækkað um 0,84%, Europe Dow hefur lækkað um 0,07% og DJIA hefur hækkað um 0,35%.

Hækkanir á mörkuðum koma í kjölfar þess að Grikklandi var forðað frá falli seint í nótt þegar fjármálaráðherrar evruríkjanna sömdu um lánveitingar til landsins.