Hlutabréfavísitölur í Asíu og Eyjaálfu hækkuðu í dag og hafa þær hækkað í fimm vikur í röð. Jákvæðar fréttir af minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum og lægri fjármögnunarkostnað hjá spænska og franska ríkinu eru sagðar valda bjartsýni hjá fjárfestum í Asíu.

Ástralska ASX vísitalan hækkaði um 0,57%, japanska Nikkei vísitalan hækkaði um 1,47% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 0,84%.