Töluverðar lækkanir voru á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag, einkum vegna þess að nýjar atvinnuleysistölur frá Bandaríkjunum voru dekkri en vonast hafði verið til.

Atvinnuleysi mældist 8,2% í Bandaríkjunum í júní og er því óbreytt frá maímánuði. Alls urðu til rúmlega 80 þúsund ný störf í landinu í júní en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um 100.000 ný störf í mánuðinum. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð þar sem nýjum störfum fjölgar lítið.

Breska FTSE vísitalan lækkaði um 0,53% í dag, þýska DAX vísitalan um 2,36% og franska CAC um 1,88%. Spænska IBEX vísitalan lækkði um 3,1%.