Hlutabréf á Asíumarkaði áttu blendinn dag og hafði Nikkei hlutabréfavísitalan í Japan lækkað um 2,38% við lokun markaða. Hefur hún ekki verið lægri í tvo mánuði.

Lækkunin kemur í kjölfar söluæðis á Wall Street í gær, en fjárfestar hafa áhyggjur af því hvaða áhrif veikur alþjóðlegur hagvöxtur mun hafa á afkomu fyrirtækja. Dow Jones vísitalan í New York hafði lækkað um 1,35% við lokun markaða í gær.

Helstu vísitölur á Evrópumarkaði hafa haldið áfram að lækka í dag. FTSE 100 vísitalan í London hefur lækkað um 0,67%, Dax vísitalan í Frankfurt um 0,69% og Cac 40 vísitalan í París um 0,91%.