HLutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í gær, en opinberar tölur í Japan sýndu að útflutningur dróst saman í október eftir að hafa aukist þrjá mánuði þar á undan.

Nikkei hlutabréfavísitalan japanska lækkaði um 0,32% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 1,2%. Þá lækkaði SSE vísitalan í Sjanghæ um 1,88%.

Seðlabanki Japans hefur varað við því að skuldavandi Evrópu geti leitt til minni hagvaxtar í Japan og að flóðin í Tælandi og styrking japanska jensins hafi sömuleiðis áhrif til minnkandi hagvaxtar í landinu.