Hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu sumar í morgun. FTSE vísitalan lækkaði í London um 0,47% en lækkunin var 0,31% í Frankfurt. Í París lækkaði CAC vísitalan um 0,39%.

Í Asíu lækkuðu einnig hlutabréfavísitölur. Nikkei hlutabréfavísitalan lækkað um 0,05% í Tókýó en um 0,26% í Sydney. Hang Seng lækkaði í Hong Kong um 1,18%.

Eftir að samkomulag náðist milli bandarískra yfirvalda og breska bankans Standard Chartered hækkuðu hlutabréf í bankanum um 3,56%.