Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu í í viðskiptum dagsins. Meðal slæmra tíðinda var uppgjör frá Texas Instruments sem reyndist vel undir væntingum. Einnig veiktist dollarinn og olíuverð sló enn eitt metið og nálgast 120 dollara á tunnuna hratt.

Standard & Poor's 500-vísitalan lækkaði um 0,9%, Dow Jones lækkaði litlu minna og Nasdaq fór niður um 1,3%.