Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað það sem af er morgni. FTSE 100 vísitalan hefur lækkað um 0,15%, þýska vísitalan DAX hefur lækkað um 0,43%, franska vísitalan CAC 40 hefur lækkað um 0,18%, Stoxx Europe 600 hefur lækkað um 0,20% og DJIA hefur lækkað um 0,54%. Eina vísitalan sem hefur hækkað í Evrópu í morgun er Europe Dow sem hefur hækkað um 0,20%.

Samkvæmt fréttavef Wall Street Journal liggur skýringin í því að fjárfestar hafa áhyggjur af því að efnahagsbatinn sé hægari en spár gerðu ráð fyrir eftir lélegar efnahagstölur beggja vegna Atlantshafsins. Olíubirgðir hafa aukist sem bendir til þess að eftirspurnin sé minni og sýni að alþjóðlega ríki stöðnun.