Töluverður munur var á ávöxtun sjóða hér á landi í fyrra, en eins og undanfarin ár þá voru það sjóðir sem fjárfesta í innlendum og erlendum hlutabréfum sem almennt skiluðu mestri ávöxtun. Í þessari samantekt er skoð­ uð ársávöxtun þeirra sjóða sem starfræktir voru allt árið í fyrra, en ekki þeir sem stofnaðir voru á árinu. Skoða ber umfjöllunina í þessu ljósi.

Af þeim sjóðum sem fjárfesta í íslenskum hlutabréfum var ávöxtunin mest hjá sjóðnum Júpíter – innlend hlutabréf, eða 17,8% og þá var Eignaleið IV – hlutabréfasafn, sem einnig er rekinn af Júpíter, í þriðja sæti með 14,99% ávöxtun. Í öðru sæti var sjóðurinn Virðing íslensk hlutabréf með 17,18%. Í þessum flokki er töluverður munur á hæstu og lægstu ávöxtuninni, en hafa ber hins vegar í huga að sumir hlutabréfasjóðanna hafa heimild, samkvæmt útboðslýsingu, til að nýta afleiður og skuldsetningu í sínum fjárfestingum, og geta því náð hærri ávöxtun með meiri áhættu.

Ávöxtun skammtímasjóða árið 2014
Ávöxtun skammtímasjóða árið 2014
© vb.is (vb.is)

12 mánaða ávöxtun á skammtímasjóðum var ekki mikil miðað við flesta hlutabréfasjóði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .