Hlutabréfavísitölur heimsins hafa haldið áfram að lækka í dag líkt og síðustu daga.

Í Bandaríkjunum lækkaði Dow Jones vísitalan við opnun markaða um 300 stig eða 1,8%. Vísitalan hefur þó náð sér aðeins á strik það sem af er degi. Vísitalan hefur lækkað um nærri 1.000 stig, eða 6%, á síðasta mánuði. Heimsmarkaðverð á olíu heldur einnig áfram að lækka og kostar tunnan nú rétt undir 85 bandaríkjadollurum.

Allar helstu hlutabréfavísitölur á Evrópumarkaði hafa lækkað það sem af er degi. Þannig hefur FTSE 100 vísitalan í London lækkað um 2,32%, Dax vísitalan í Franfurt hefur lækkað um 2,23% og Cac 40 vísitalan í París hefur lækkað um 2,72%.

Asíumarkaður hefur þó aðeins tekið við sér og þar má sjá nokkrar grænar tölur. Nikkei vísitalan í Tokyo hækkaði um 137 stig, eða 0,92%, og stendur í 15.074 stigum.