Hlutafé íslenska einkahlutafélagsins Costco Wholesale Iceland stendur í 6,2 milljörðum að því er kom fram í frétt DV um málið.

Fjórir mánuðir eru nú þar til að búð Costco opnar hér á landi og samkvæmt frétt DV þá hefur móðurfélag Costco lánað íslenska félaginu 44,5 milljónir dala eða því sem jafngildir 5,8 milljörðum miðað við þáverandi gengi.

Íslenska félagið er í eigu Costco Wholesale Corporation. Höfuðstöðvar þess eru í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Búðin kemur til með að opna í Kauptúni í Garðabæ, en framkvæmdir virðast ganga ágætlega. Skilti búðarinnar er meðal annars komið upp eins og sést glögglega með myndinni sem fylgir fréttinni.

Samkvæmt upplýsingum úr ársreikning Costco hefur móðurfélagið lánað því 5,8 milljarða króna í lok ágúst 2015 þegar fjárhagsári íslenska fyrirtækisins lauk.