Hlutafé DV ehf., útgáfufélags DV, var nýlega aukið um 10 milljónir króna og nemur nú 90 milljónum króna. Eins og Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um var í byrjun þessa árs samþykkt að auka hlutafé félagsins um 40 milljónir króna til að greiða niður skuldir félagsins.

Hlutafjáraukningin er þó ekki að fullu gengin í gegn en að sögn Ólafs M. Magnússonar, stjórnarformanns DV, stendur til að ljúka henni innan skamms. Þá segir Ólafur að búið sé að færa eignarhluti annarra hluthafa niður í samræmi við hlutafjáraukninguna.

Félagið Umgjörð ehf., sem er í eigu Ástu Jóhannesdóttur, er stærsti einstaki hluthafinn í DV með um 28% hlut.