Á hluthafafundi á mánudag verður lögð til hlutafjáraukning í MP banka um tvo milljarða króna eða 26%. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag þar sem segir að núverandi hluthafar bankans ætli flestir að taka þátt í aukningunni auk þess sem nýir fjárfestar hafi lýst yfir áhuga á að bætast í hópinn.

Skúli Mogensen, stærsti einstaki eigandi í MP banka, hyggst halda sömu hlutfallseign í bankanum en hann á 17,3% hlut og kaupir í hlutfalli við það, eð a um 350 milljónir króna.

MP banki stefnir á skráningu á markað árið 2014.