Eignarhaldsfélag Empire State, sem á meðal annars samnefnda byggingu í New York, seldi hlutafé fyrir tæpar 930 milljónir dala í nýlegu hlutafjárútboði. Það samsvarar 112 milljörðum króna. Hver hlutur seldist á 13 dali.

Anthony Malkin, forstjóri Empire State, sagði í samtali við Financial Times að aðalmarkmiðið væri að ná trausti fjárfesta á WallStreet.

Empire State byggingin er aðaleign eignarhaldsfélagsins en að auki á félagið 12 aðrar skrifstofu- og verslunarbyggingar.