Hlutafé Steypustöðvarinnar hefur verið aukið um 80 milljónir króna. Alexander Alexandersson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að ráðist hafi verið í hlutafjáraukninguna til að uppfylla kaupsamning á félaginu.

Eigendahópurinn sé óbreyttur. Alexander Ólafsson og fjölskylda keyptu félagið af Miðengi, félagi í eigu Íslandsbanka, í fyrravor.

Við hlutafjáraukninguna hækkar hlutafé félagsins í 475 milljónir úr 395 milljónum, samkvæmt tilkynningu til Hlutafélagaskrár.