Lánveiting fjármálaráðuneytisins til VBS fjárfestingarbanka, sem tilkynnt var um hinn 26. mars sl., hefur þau áhrif að rekstur bankans í fyrra var jákvæður um 1,1 milljarð króna í stað þess að vera neikvæður um 6,6 milljarða króna.

Greiningardeild Kaupþings segir í umfjöllun sinni um VBS í Markaðspunktum í gær að í ljósi erfiðrar stöðu bankans sé athyglisvert að hann ætli að sækja um viðskiptabankaleyfi.

Greiningardeildin telur því óvissu um að VBS fjárfestingarbanki fái viðskiptabankaleyfi við núverandi aðstæður.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .