Stjórn og hluthafafundur Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, 24 stunda og mbl.is, hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins um um það bil hálfan milljarð króna.

Ekki er verið að taka inn nýja hluthafa með þessu, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins, heldur munu núverandi hluthafar leggja til féð, þ.e.a.s. fyrst og fremst Björgólfur Guðmundsson og Útgáfufélag Valtýinga.

Tilgangurinn er að styrkja reksturinn, ekki síst í ljósi samdráttar á auglýsingamarkaði.

Björgólfur fer með rúmlega fimmtíu prósenta hlut í Árvakri og Valtýingar um tuttugu prósenta hlut.

Árvakur á einnig dótturfélagið Landsprent ehf. sem á og rekur prentsmiðjuna við Hádegismóa.