Rio Tinto Alcan á Íslandi (álverið í Straumsvík) og Norðurál í Helguvík juku bæði hlutafé sitt nýlega. Álverið í Straumsvík jók hlutafé sitt um rúma 4,7 milljónir Bandaríkjadala og Norðurál jók hlutafé sitt um 7 milljónir dala. Að sögn Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa Rio Tinto Alcan, er um að ræða aukið hlutafé frá eigendum félagsins til að fjármagna þær framkvæmdir sem nú standa yfir í álverinu.

Hvað hlutafjáraukninguna í Helguvík varðar segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, að hlutafjáraukningin sé ekki umfangsmikil en hlutafé félagsins er nú um 104 milljónir dala. Aðspurður segir Ragnar að hlutafjáraukningin feli ekki í sér frekari framkvæmdir í Helguvík að svo stöddu en að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um málið.