Hluthafar Icelandair hafa samþykkt tillögu stjórnar Icelandair um aukningu hlutafjár. Tillaga stjórnar flugfélagsins kveður á um leyfi til að auka hlutafé félagsins um 30 milljarða króna. Núverandi hlutafé mun rýrna um tæp 85% við hlutafjáraukninguna.

Á hluthafafundinum í dag voru  kynntar helstu dagsetningar hlutafjárútboðsins. Þann 15. júní mun félagið skrifa undir samning við ríkisstjórnina, lánveitendur, leigusala og seljendur. Útboðið fer svo fram milli 29. júní til 2. júlí næstkomandi.

Félagsmenn Félags íslenskra atvinnuflugmanna samþykktu kjarasamning Icelandair um fjögur leytið í dag. Flugfreyjufélag Íslands er nú eina stéttafélagið sem á eftir að samþykkja kjarasamninga við Icelandair fyrir hlutafjárútboðið.