Kaup Stoða (áður FL Group) á hlut Fons, fjárfestingarfélags Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, í Iceland-verslanakeðjunni og Landic Property eru ekki frágengin samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Viðræður eru hins vegar langt komnar og undirritað samkomulag milli málsaðila mun vera tilbúið, en margháttaður frágangur stendur eftir.

Um var að ræða kaup Stoða (áður FL Group) og fleiri aðila á hlutum Fons í áðurnefndum félögum og samfara þeim kaup Fons á 35% hluta Stoða í Northern Travel Holding (NTH), móðurfélagi Sterling og Iceland Express, en Fons átti fyrir 65% af því félagi.

„Þetta er frágengið frá minni hlið séð,“ sagði Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons, í samtali við Viðskiptablaðið, spurður um stöðu málsins. „En ég sit ekki í stjórn Stoða þannig að þeir verða að svara fyrir sig.“

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .