Hlutafjáraukningu 365 upp á einn milljarð króna er lokið. Eftir er að tilkynna niður­ stöðuna til Ríkisskattstjóra. Ekki liggur fyrir hverjir tóku þátt í hlutafjáraukningunni. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, vill ekki tjá sig um hana en segir að greint verði frá henni síðar í mánuðinum. Hlutafé 365 skiptist áður í A og B hlutafé og báru A hlutabréfin atkvæðisrétt og ítök í stjórn en B hlutinn ekki. Á móti nutu eigendur B hlutafjár forgangs að arði.

Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi 365, átti 90% A hlutabréfa og 100% B hluta. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365, og 15 aðrir hluthafar áttu 10% af A bréfa.

Á hluthafafundi í júlí var samþykkt að sameina A og B hluta í ákveðnum hlutföllum í A flokki og búa til nýjan B flokk. Ef samruni 365 og Tals gengur eftir mun Tal færast inn í A hluta en hlutafjáraukningin falla í B flokk.