Þann 28. ágúst næstkomandi verður gengið frá greiðslum vegna hlutafjáraukningarEikar fasteignafélags sem fram fór í júlí í ár. Hluthafar höfðu forgangsrétt í útboðinu í hlutfalli við eignarhlut viðkomandi og ákváðu allir hluthafar nema einn að taka þátt í aukningunni og samanlagt áttu þeir 99,4% í Eik. Að nafnvirði var hlutafé fyrirtækisins aukið um tæpa 181 milljón króna á genginu 4,15 og eigið fé því aukið um 750 milljónir.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir að nýta eigi féð til frekari fjárfestinga. Spurður um hvort þær geti falist í sameiningu við önnur félög í þessum geira segir hann að allir möguleikar komi til skoðunar, en að hann geti ekki tjáð sig frekar að svo stöddu. „Aðalatriðið er að stækka vel, það er númer eitt, tvö og þrjú.“

Eik tilkynni í gær um kaup á turninunum í Kópavogi og fleiri eignum.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .