Að sögn Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis, hefur sala hlutafjár í félaginu verið tryggð og verður hlutafjárútboð klárað í lok vikunnar, en hluthöfum hefur þegar verið boðin þátttaka í samræmi við sinn hlut.

Í ræðu sinni á aðalfundi Teymis sagði Þórdís að við stofnun Teymis var það skilgreint sem forgangsverkefni að aflétta skuldum og minnka vaxtabyrði nýs félags. "Stór skref voru tekin í þá átt með endurfjármögnun og sölu fasteigna. Áðurnefnd sala á Securitas og yfirtaka Landsbanka Íslands á láni Hands Holding voru stór áfangi á þeirri braut, að bæta fjárhagsstöðuna og auka svigrúm til athafna," sagði Þórdís í ræðu sinni.

Auk þessara aðgerða hefur verið samþykkt af eigendum félagsins að auka hlutafé eins og áður sagði.