Hluthafafundur Fjárfestingarfálagsins Atorku hf. samþykkti hlutafjárhækkun hjá félaginu á fundi sínum síðastliðin föstudag. Stjórn félagsins er heimilað að hækka hlutafé félagsins sem nemur kr. 500.000.000 að nafnverði vegna yfirtökutilboðs félagsins í alla hluti Afls fjárfestingarfélags hf. Heimilt er að taka við hlutum í Afli fjárfestingarfélagi hf., sem greiðslu á hækkunarhlutunum.

Hlutafjárhækkunin skiptist í jafnmarga einnar krónu hluti sem njóta jafns réttar og vera í sama flokki og aðrir hlutir í félaginu. Hækkun tekur gildi við skráningu hjá hlutafélagaskrá. Hluthafar falla frá öllum forgangsrétti sem þeir eiga á grundvelli 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Heimild þessi gildir til 1. ágúst 2006. Stjórninni er falið að öðru leyti að ákveða með nánari hætti um gengi hækkunarhluta, um boðið skiptigengi í yfirtökutilboði í alla hluti Afls fjárfestingarfélags hf., greiðsluskilmála og önnur útfærsluatriði við hlutafjárhækkunina.?