Þann 15. júní síðastliðinn hóf Atlantic Petroleum útboð á 54.550 til 369.989 hlutum að nafnvirði 100 danskra króna og eru hlutirnir boðnir út á Íslandi, Færeyjum og Danmörku, segir greiningardeild Kaupþings banka. Útboðinu mun ljúka þann 29. júní.

?Útboðsgengið er 550 danskar krónur á hlut og vonast félagið eftir því að afla 28 til 200 milljónir danskra króna í útboðinu. Núverandi hluthafar, sem eru um 3.000 talsins, hafa forkaupsrétt á nýjum hlutum þannig að þeir mega kaupa 1 hlut á genginu 100 danskar krónur fyrir hverja 2 hluti sem þeir eiga. Hafi núverandi hluthafar ekki nýtt sér forkaupsréttinn geta nýir hluthafar eða hluthafar sem vilja kaupa fleiri hluti lagt fram bindandi beiðni þess efnis. Ef núverandi hluthafar taka ekki þátt í útboðinu mun þynning eignarhluta hvers um sig verða á bilinu 6.87% til 33,33% í félaginu," segir greiningardeildin.

Helsta ástæða útboðsins er að fjármagna þróun á bresku olíusvæðunum Chestnut og Ettrick. Það er reikna með því að framleiðsla frá Chestnut muni hefjast á komandi ári og frá Ettick við upphaf ársins 2008.

?Upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir því að notaður yrði hluti tekna frá Chestnut til að fjármagna Ettrick en þar sem þróunarvinnu á Ettrick hefur verið flýtt þarf meira fjármagn til að halda áfram þeirri þróunarvinnu sem þegar er hafin á báðum svæðunum. Það fjármagn sem þarf til að fjármagna Ettrick samsvarar lágmarks áskriftarupphæð í útboðinu," segir greiningardeildin.

Ef það safnast meiri peningar en sem nemur lágmarkinu mun þeir verða nýttir til þess að efla fyrirtækið og fjármagna hugsanlegar yfirtökur.