Skráning vegna hlutafjárútboðs SÍF hófst í dag þar sem nýtt hlutafé fyrir 230 milljónir evra verður boðið á verðinu 4,5 til 5,5 krónur á hlut. Áður en útboðið hófst höfðu fjórir af stærstu hluthöfum félagsins skuldbundið sig til að taka þátt í útboðinu fyrir samtals 175 milljónir evra. Skráningin stendur fram til lokunar markaða á morgun en úthlutun áskrifta verður tilkynnt fjárfestum á miðvikudaginn.

Umsjónaraðili útboðsins er Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings Búnaðarbanka hf. en nánari upplýsingar er að finna í tilkynningu SÍF til Kauphallarinnar.