Sala á 3% hlut í ríkisolíufyrirtæki Sádi Arabíu loks að hefjast eftir tafir, en hlutafjárútboðið og tilvonandi skráning á markað er sögð sú stærsta í sögunni. Sádi arabíska ríkisolíufélagið Aramco er sagt ætla að hefja hlutafjárútboð sitt sunnudaginn 3. nóvember næstkomandi á 3% hlut.

Stjórnvöld í konungsríkinu vonast til þess að útboðið muni verðmeta félagið á 2 billjónir Bandaríkjadala, eða 2.000 milljarða dala. Það myndi samsvara 248.540 milljörðum íslenskra króna. Markaðsgreinendur telja raunsærra að markaðsvirði félagsins verði á bilinu 1,2 til 1,5 billjónir dala eftir útboðið.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um hafa áætlanir um að selja 3% í félaginu ítrekað tafist, en þó útboðið sé sagt hefjast 3. nóvember er ekki búist við því að verðbilið verði tilkynnt fyrr en 17. nóvember næstkomandi og sala á hlutum ekki fyrr en 4. desember næstkomandi að því er FT segir frá.

Hér má sjá fleiri fréttir um olíuframleiðslufyrirtæki Sádi Arabíu, Aramco: