Mikil aukning í svokölluðum óhefðbundnum störfum, þ.e.a.s. í hlutastörfum, tímabundnum störfum og í sjálfstæðri atvinnu hefur spilað stóran þátt í aukningu ójafnaðar síðustu tvo áratugi í vestrænum löndum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Efnahags-og framfara stofnuninni OECD .

OECD hefur lagt ríka áherslu á að miðla því að aukin ójöfnuður geti haft slæm áhrif á hagvöxt, en samkvæmt stofnunninni hefur meiri en helmingur nýrra starfa frá miðjum tíunda áratugnum verið óhefðbundin störf, sem nú eru þriðjungur heildastarfa.

Fram kemur í skýrslunni In It Together Why Less Inequality Benefits all að þar sem þessi störf eru oft verr launuð og þeim fylgir minna öryggi en full vinna hjá atvinnurekenda hafi þau átt þátt í að auka ójöfnuð í launum.

Þeir sem eru í óhefðbundnum vinnum eiga til að hljóta minni þjálfun, vera undir meira álagi og hafa minna atvinnuöryggi en fólk í hefðbundnum störfum.

Eftir efnahagskreppuna fyrir sex árum síðan fækkaði hefðbundnum störfum, en óhefðbundin störf hafa haldið áfram að aukast meðal OECD landa.

Ójöfnuður hefur aukist innan OECD landa síðastliðna áratugi, þeir 10% ríkustu í þjóðfélögum hljóta að jafnaði 9,6 sinnum hærri laun en 10% fátækustu, en á níunda áratugnum fengu þeir 7 sinnum hærri laun. Talið er að aukning í óhefðbundnum störfum hafi spilað þátt í þessari þróun.

OECD biðlar til ríkisstjórna að taka stefnu að því tækla ójöfnuð og minnka áhrif þess í þjóðfélögum, meðal annars með því að auka hlutfall kvenna á atvinnumarkaði, með því að dreifa skatttekjum betur og betrumbæta menntakerfið.