Hlutabréf breska ferðaskrifstofunnar Thomas Cook hafa hækkað um 30% í kauphöllinni í Lundúnum í dag.

Ástæða hækkunarinnar er samkomulag við lándadrottna félagins. Einnig hefur ferðaskrifstofan tryggt sér aðgang að 200 milljónum punda, sem hún getur dregið á eftir þörfum.

Hlutabréf Thomas Cook hrundu í síðustu viku í kjölfar frétta um að félagið væri í viðræðum um endurfjármögnun skulda sinna.

Thomas Cook.
Thomas Cook.
© Aðsend mynd (AÐSEND)