Eftir að tilkynnt var að skyndibitakeðjan McDonald’s ætlar að hækka laun starfsmanna sinna féll hlutabréfaverð fyrirtækisins um 1,2%. Þessu greinir BBC frá.

Forsvarsmenn McDonald’s tilkynntu í gær að þeir myndu hækka laun yfir 90 þúsund starfsmanna sinna í Bandaríkjunum um að minnsta kosti einn dollara yfir lágmarkslaunum eftir mótmæli starfsmanna. Starfsmennirnir munu þá vera með yfir 10 Bandaríkjadali í tímalaun fyrir árið 2016, eða sem samsvarar um 1370 íslenskum krónum. Hins vegar greinir BBC frá því að einungis 14 þúsund starfsmenn munu raunverulega njóta góðs af því.

Starfsmenn McDonald’s hafa því boðið til mótmæla í dag gegn því að ekki allir starfsmennirnir munu njóta góðs af breytingunum. Þessu greinir Business Insider frá. Þeir vilja einnig hækka laun allra starfsmanna upp í að minnsta kosti 15 Bandaríkjadali á tímann. Skipulög mótmæli munu fara fram í Atlanta, Boston, Denver, New York borg og Pittsburgh.