Morguninn hefur verið sveiflukenndur á mörkuðum í Evrópu. FTSE í London og Dax í Frankfurt byrjuðu á því að hækka en tóku svo snarpa dýfu.

FTSE hefur nú lækkað um 2,2%% og DAX hefur um 1,79%. CAC í París hefur lækkað um 0,89%, OSEBX í Osló hefur lækkað um 3,91%, OMX í Stokkhólmi hefur lækkað um 2,18%.

TSE MIB vísitalan í Mílanó hefur lækkað um 1,19%% og IBEX 35 vísitalan í Madríd hefur lækkað um 1,2%.

Í Asíu lækkaði Nikkei um 1,7%, Kospi vísitalan i Suður Kóreu lækkaði um 3,64% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 2,8%.