Átta flugfélög buðu upp á áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði og voru ferðir að jafnaði um 32 á dag. Reglulegum flugum fjölgaði um 103 í samanburði við sama tímabil á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri talningu Túrista .

Þar kemur fram að nær alla aukninguna megi rekja til EasyJet og Icelandair. Þrátt fyrir að íslenska flugfélagið hafi fjölgað ferðum sínum um tíund milli októbermánaða dregst hlutdeild fyrirtækisins saman um tvö prósentustig á milli ára. Vægi EasyJet hefur hins vegar tvöfaldast. Í október á síðasta ári var hlutdeild þess um 4%, en nú var hlutdeildin í kringum 8%.

Í október var Icelandair með flestar ferðir eða 72,4% hlutdeild á markaðnum, WOW air kom næst með 12,3% hlutdeild og EasyJet var þriðja með 8,4%.