Landsbankinn hefur langmestu veltuna í miðlun hlutabréfa sem skráð eru á Aðalmarkað kauphallar Nasdaq Iceland það sem af er ári. Markaðshlutdeild Landsbankans hefur vaxið úr tæpum 15 prósentum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs í 42 prósent það sem af er þessum ársfjórðungi. Markaðshlutdeild MP banka í miðlun skuldabréfa í kauphöllinni hefur vaxið stöðugt á þessu ári og var MP banki veltumesti aðilinn í miðlun skuldabréfa í apríl og maí.

Arion banki hafði mestu veltuna í miðlun hlutabréfa á fyrri hluta síðasta árs. Síðan þá virðist hlutdeild Arion banka hafa farið minnkandi þó bankinn sé enn annar veltumesti aðilinn á eftir Landsbankanum. Hlutdeild Íslandsbanka í hlutabréfum hefur einnig dalað það sem af er ári, en bankinn heldur sinni hlutdeild í skuldabréfamiðlun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .