Atvinnuleysi í nóvember mældist 3,5% eða 6.800 manns. Atvinnuleysi var 3,1% á sama tíma í fyrra og jókst því um 0,4 prósentustig.

Þrátt fyrir það jókst atvinnuþátttaka, eða hlutfall fólks á vinnumarkaði, um 2,4% milli ára og var nú 83,2%. Hlutfall starfandi af mannfjölda jókst nokkru minna, eða um 2%. Aukið atvinnuleysi milli ára skýrist þannig af því að fólki á vinnumarkaði, það er að segja fólki sem er annað hvort í vinnu eða að leita að vinnu, fjölgaði hraðar en þeim sem raunverulega voru starfandi.

Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 4% í nóvember og stendur í stað milli mánaða. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í nóvember 2015 var 80,2% og jókst um 1,3 prósentustig frá því í október. Þegar horft er til síðustu sex mánaða þá sýnir leitni vinnuaflstalna að atvinnuleysi stendur í stað og hlutfall starfandi og atvinnuþátttaka jókst um 0,3 prósentustig. Þróun síðustu 12 mánaða sýnir að atvinnuleysihefur lækkað um 0,2 prósentustig og að bæði hlutfall starfandi og atvinnuþátttaka hefur aukist um 0,3 stig.