Það má lesa eitt og annað í þróun á daglegri útbreiðslu dagblaða undanfarinn áratug. Þegar Fréttablaðið kom til sögunnar voru síðustu flokksblöðin gömlu búin að lognast út, en hvort þau skildu eftir sig tómarúm er smekksatriði. Á þessum áratug hefur útbreiðsla Morgunblaðsins minnkað um fjórðung og DV hefur ekki borið sitt barr eftir að Fréttablaðið fór að koma út (útgáfa þess hefur tvisvar stöðvast og er ekki eiginlegt dagblað lengur, en fær hér að fljóta með með nokkuð ýkt útbreiðsluhlutfall).

Fréttablaðið er ekki heldur samt og var, því er ekki dreift nándar jafnvíða og fyrr, en eintakafjöldinn hefur einnig dregist saman um rúm 15% frá því sem best lét, þó það lúti allt öðrum markaðslögmálum en hin blöðin.

Hlutfall auglýsingatekna einstakra gerða fjölmiðla (tölfræði fjölmiðla)
Hlutfall auglýsingatekna einstakra gerða fjölmiðla (tölfræði fjölmiðla)