Jólaverslun í desember jókst milli ára í flestum tegundum verslunar. Meira var keypt af raftækjum og húsgögnum fyrir þessi jól en áður, matarinnkaup voru með svipuðu sniði en velta áfengisverslunar jókst um 6,8%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Hluti jólaverslunar virðist þó hafa færst fram til nóvember. Líklegt er að útsölur í nóvember, s.s. svarti fössarin (e. Black Friday) hafi haft einhver áhrif og hvatt neytendur til að ljúka innkaupum fyrr en vanalega. Auk þess virðist jólaverslun vera að dreifast yfir fleiri mánuði ársins og hlutfall jólaverslunar í desember að minnka.

Velta í byggingarvöruverslunum var hins vegar 19,5% minni í desember en í nóvember. Sala á snjallsímum jókst um 35,4% í desember frá fyrra ári, en sala á sölvum dróst saman um 4,9% að nafnvirði á sama tíma.