Hlutur einkaneyslu í landsframleiðslu er áfram töluvert lægri en hann var fyrir hrun. Hagstofan hefur bent á að hlutur einkaneyslu í landsframleiðslu hafi verið 49% árið 2016 sem sé lægst hlutfall einkaneyslu eins langt aftur og mælingar ná, til ársins 1945.

Á tímabilinu 2008 til 2016 var hlutfallið að meðaltali 51,6% samanborið við 58,4% á tímabilinu 1980 til 2007. Munar þar mest um að útflutningur umfram innflutning hefur að meðaltali verið jákvæður um 7,3% af landsframleiðslu frá 2008 fram á árið 2017 en hlutfallið var að meðaltali neikvætt um 5,6% á árunum 1997–2007.

Hið lága hlutfall einkaneyslu er önnur birtingarmynd hás sparnaðarstigs hér á landi. Í fyrri uppsveiflum hafi auknum ráðstöfunartekjum í meira mæli verið varið í aukna einkaneyslu á kostnað sparnaðar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .