Hlutfall erlendra eigna af heildareignasafni lífeyrissjóðanna var 23,24% um síðustu áramót, en voru tæplega 30% í árslok 2009. Reyndar hefur hlutfall erlendra eigna aukist eilítið í fyrra, en á árunum 2011-2013 voru þær um 22% af heildareignum. Hér er talað um eignir lífeyrissjóðanna í erlendum skuldabréfum, erlendum verðbréfasjóðum og erlendum hlutabréfasjóðum.

Mikilvægi erlendra fjárfestinga kristallaðist m.a. í kringum hrunið þegar erlendar eignir sjóðanna vógu verulega upp á móti miklu tapi þeirra á innlendum fjárfestingum. Góð raunávöxtun þeirra í fyrra kom m.a. til vegna góðrar ávöxtunar á erlendum eignum þeirra, en mikilvægi erlendu fjárfestinganna sést betur í áhrifunum í kringum hrunið.

Með því að hafa verulegan minnihluta eigna sinna erlendis minnkar áhætta sjóðanna af sveiflum í íslenska hagkerfinu. Hafa sjóðirnir sagt að hlutfall erlendra eigna megi í raun ekki vera minna en það er núna og æskilegt sé að koma því yfir 30% af heildareignum og jafnvel hærra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .