Það sem af er ári hefur nokkuð mikill fjöldi erlendra ríkisborgara flust til landsins. Þannig fluttu ríf­lega 1.100 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins á fyrsta árs­fjórðungi en fluttu þá frá land­inu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag .

Þróunin er í takt við spár um að hingað myndu margir flytja í leit að atvinnu, meðal annars í ferðaþjónustu. Með þess­um fjölda hafa frá árs­byrj­un 2012 rúm­lega 7.600 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar flutt frá land­inu en til þess.

Á sama tíma­bili eru brott­flutt­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar um­fram aðflutta tæp­lega 2.200. Hlutfall er­lendra rík­is­borg­ara fer því hækk­andi.