Flestir miðlar á netinu reiða sig mest á auglýsingar sem tekjulind, en flestir alvörufjölmiðlar hafa áttað sig á því að það dugar ekki til þess halda úti öflugum fjölmiðli og festa tryggð lesenda. Því hafa æ fleiri tekið til við að selja áskriftir.

Eins og sjá má gengur það mjög misvel eftir löndum. Þar virðist „menning“ skipta nokkru, þar sem blaðaáskriftir voru algengar gengur þetta vel, þar sem lausasala blaða var algengust sækist það seinna. Sambærilegar tölur eru ekki til fyrir Ísland, en kunnugir telja hlutfallið í námunda við 15%, þorinn áskrifendur Morgunblaðsins.