Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birtir samræmdar tölur úr lífskjararannsókninni fyrir hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum heimila. Tölurnar fyrir Ísland ná aftur til ársins 2004 og var húsnæðiskostnaður þá 21,3%. Hlutfall húsnæðiskostnaðar hækkaði árin 2005 og 2006 en hefur lækkað aftur og árið 2010 var hlutfallið orðið 21%.

Líkt og áður kom fram birtir Hagstofa Evrópusambandsins samanburðartölur fyrir öll lönd Evrópusambandsins og nokkur lönd utan þess. Kostnaðurinn er hæstur í Danmörku en lægstur í Finnlandi. Í Noregi og Svíþjóð hefur húsnæðiskostnaðurinn undanfarin ár verið sambærilegur og á Íslandi. Þetta kom fram í svari velferðarráðherra á Alþingi við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur um húsnæðiskostnað.