Óskráð hlutabréf í eigu Kaupþings [ KAUP ] námu 85,3 milljörðum króna eða um 1,7% af heildareignum bankans þann 30. september samanborið við 0,9% í byrjun ársins eins og kemur fram í níu mánaða uppgjöri félagsins. Fimm stærstu stöður bankans í óskráðum hlutabréfum námu um 45% af verðmæti óskráðra hlutabréfa. Kaupþing hefur stofnað sérstakan sjóð, Kaupthing Capital Partners II, sem mun halda utan um fjárfestingar bankans í óskráðum hlutabréfum.

Þær eignir bankans í óskráðum hlutabréfum sem bankinn átti um síðastliðin áramót, verða ekki færðar inn í sjóðinn Kaupthing Capital Partners II.

Kaupþing heldur utan um tvær fjárfestingar Kaupthing Capital Partners II en þær eru í Phase Eight og ADP sem gert er ráð fyrir að verði færðar inn í sjóðinn á fjórða ársfjórðungi. Stefna Kaupþings er að eign bankans í skráðum og óskráðum hlutabréfum (hlutabréf og hlutabréfasjóðir) sé innan við 35% af eiginfjárgrunni bankans. Þann 30. september nam hlutfallið 34,1%.Þar af var hlutfall skráðra hlutabréfa 15,8% og óskráðra hlutabréfa 18,3% af eiginfjárgrunni.


Eftirfarandi tafla sýnir fimm stærstu stöður bankans í óskráðum hlutabréfum í lok þriðja ársfjórðungs:


Redford Bandar. Fasteignafélag 24%

Skipti hf. Ísland Fjarskipti 28%

Lotus Bandar. Fasteignafélag 60%

JN Group Bretland Verslun 32%

Aztec Holding Danmörk Iðnaður 15%