Íslandsbanki hagnaðist um 11,3 milljarða króna á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, samkvæmt árshlutareikningi sem bankinn birti í fyrradag. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn tæplega 13,2 milljarðar. Á þriðja ársfjórðungi einum var hagnaðurinn um 3,3 milljarðar. Eiginfjárhlutfallið er nokkuð hátt í lok ársfjórðungsins, eða 28,8%. Lágmarkshlutfall samkvæmt reglum Fjármálaeftirlitsins (FME) er 16%. Fram kom í máli Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, á fundi með blaðamönnum í gær að búist sé við að hlutfallið verði rúmlega 20% eftir sameininguna við Byr. Bankastjóri kynnti afkomuna ásamt Jóni Guðna Ómarssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, og Kristjáni Rúnari Kristjánssyni, forstöðumanni áhættustýringar.

Samruni bankans og Byrs hefur verið samþykktur og tekur hann gildi frá 29. nóvember síðastliðnum. Eignir Íslandsbanka samkvæmt árshlutareikningnum nema alls 679 milljörðum króna. Sú tala mun hækka um 18 til 20% við samrunann.

Nánar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.