Hlutfallsleg umfjöllun um formenn stjórnmálaflokka
Hlutfallsleg umfjöllun um formenn stjórnmálaflokka
© None (None)

Hér var í síðustu viku fjallað um mikinn áhuga DV á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Ekki síður er vert að bera þann áhuga saman við umfjöllun annarra fjölmiðla um formenn stjórnmálaflokkanna og horfa þar á hlutfallstölur, því miðlarnir birta mjög mismargar fréttir. Sem sjá má eru hinir miðlarnir á afar svipuðum slóðum, Steingrímur fær mest rými, þá Jóhanna, svo Bjarni og loks Sigmundur Davíð.

Á síðum DV er þessu hins vegar öðru vísi farið, Bjarni fær meiri umfjöllun en bæði Jóhanna og Steingrímur. Raunar er einnig athyglisvert hve lítið er fjallað um Steingrím, það skyldi þó ekki vera að eignavensl DV og Smugunnar skiptu máli?