Niðurstöður alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2005 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2006 hafa verið gefnar út í Hagtíðindum. Í frétt á vef Hagstofunnar segir að niðurstöðurnar sýna að Ísland er í hópi ríkja þar sem verg landsframleiðsla á mann er mest, 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 27. , 42% yfir meðaltalinu fyrir landsframleiðsluna í heild og 64% yfir því fyrir mat og drykkjarvörur. Niðurstöðurnar eru afar mismunandi milli ríkja. Landsframleiðslan er minnst í Albaníu, 21% af meðaltali ESB. Mest er landsframleiðsla á mann í Lúxemborg, 180% yfir meðaltalinu. Samanburðurinn nær til Íslands og 36 annarra Evrópuríkja; 27 ríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss. Auk þeirra til Tyrklands, Króatíu og Makedóníu, sem sótt hafa um aðild að Evrópu¬sambandinu, Albaníu, Bosníu-Hersegóvínu, Svartfjallalands og Serbíu. Niðurstöðurnar sýna jafnvirðisgildi, hlutfallslegt verðlag, verðmæti og magn landsframleiðslu.

Alþjóðlegur verðsamanburður, endanlegar niðurstöður fyrir 2005 og bráðabirgðaniðurstöður árið 2006 -