Tæpri viku eftir að aðalfundur var haldinn í Icelandair 3. mars síðastliðinn boðaði tilskilið lágmark hluthafa, eða meira en 10% hluthafa, að breyta skyldi samþykktum félagsins.

Vildu hluthafarnir að mögulegt yrði að kjósa varamenn í stjórn félagsins, en nú hafa viðkomandi hluthafar dregið ósk sína til baka og hefur því fundurinn verið afboðaður.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu í kauphöllinni.